21 November 2005

Enn eina ferðina....

Helduru að ég sé ekki komin með ENN EINA flensuna, sú þriðja þetta haustið. Búin að vera hóstandi eins og vitleysingur núna í viku og doksi segir að ég verði bara að þrauka, það sé ekkert sem hægt sé að gera við veirusýkingum sem þessum. Ég er sko alveg búin að taka út minn skammt af veikindum í bili. Og ég hef ekki einu sinni Kötlu til að halda mér selskap :(

KVART KVART KVEIN KVEIN......

Við erum að tala um svo mikinn hósta að ég hef tvisvar kastað upp vegna hans og sprengt háræðar í andlitinu niður á háls í kjölfarið. Leit út eins og brúður Frankensteins, svaka sæt. Ég hætti mér ekki út fyrir dyr því fólk hljóp skelfingu lostið úr vegi fyrir mér öskrandi NEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII..... Til að bæta gráu ofan á svart fékk ég karlkynsheimsókn rétt á eftir eitt kastið, einstaklega góð tímasetning það. Ég get verið svo iiiiiiiiiiiiiiiinnilega heppin. En þetta er allt að koma, hitinn er að fara og ég hætt að hósta mig til uppkasta. Ætla að halda mig inni við í einn dag í viðbót, ég NENNI EKKI að vera veik lengur en ég þarf, an"$%$&#&" hafi það !!!

Hugsa ennþá mikið um Kötlu mína en ég er öll að koma til. Ætla mér engann veginn að fá mér annað gæludýr samt nema kannski fiska???? Vandamál að koma þeim fyrir í "stóru" íbúðinni minni, það er málið. Mér finnst ég stundum heyra í henni, tipla hérna eða koma sér fyrir í sófanum en það er líklega bara wishful thinking. Ef hún er hérna til að passa mig þá virðist hún vera sátt því ekki finn ég fyrir neinu neikvæðu. Og hún var sko alveg sérfræðingur að láta mig vita þegar hún var fúl út í mig. Ég velktist aldrei í vafa um það ;D

Jæja þetta er það helsta sem ég hef að segja í dag. óver end át

2 comments:

Dóa said...

Þú ert nú meiri pestargemlingurinn, eins og mamma mín myndi segja! :o)

En láttu þér batna!
knús og kossar

Anonymous said...

vona þetta batni fljótt!! nýja body pumpið á morgun í Baðhúsinu kl 15 ;)