28 October 2005

Katlan mín...



Ég fékk sorgarfréttir í gær. Félagsstofnun stúdenta sendu mér bréf þar sem mér var hótað að vera fleygt á götuna ef ég kem Kötlu minni ekki fyrir einhversstaðar annarsstaðar. Svo virðist sem einhver anal retentive fábjáni sem hefur aldrei átt gæludýr, klagaði mig. Og þar sem Katlan mín er orðin gömul og veik er bara einn staður sem hún getur farið á. Ég grét og grét í gær. Hélt að ég kæmist ekki í gegnum daginn. Mér þykir svo vænt um stelpuna mína og á eftir að sakna hennar sárt. Mér leið eins og það væri að rífa úr mér hjartað í gær þegar ég uppgötvaði að hún þyrfti að sofna innan tveggja vikna. Ekki sanngjarnt. Allir sem hafa átt gæludýr vita um hvað ég er að tala. Og hún er líka svo yndisleg og góð og falleg og kjánaleg og meiriháttar í alla staði. Ég mun njóta þess að vera með henni þessa síðustu daga. Vera góð við hana og leyfa henni að vera góðri við mig. Ætli að þetta sé ekki bara til að ég dragi ekki of lengi að leyfa henni að sofna. Hún er jú veik og ég vil ekki að hún þjáist. Æ þetta er bara svo erfitt. Hún fyllti upp í tómarúm hjá mér, ég fékk hana nokkrum mánuðum eftir mikinn missi og þess vegna hefur hún sérstakan stað í hjarta mínu. Enda var ég algerlega ónýt í gær, gat ekki hætt að gráta, endalaust streymdu tárin.

Dagurinn í dag er aðeins betri. Ég virðist hafa grátið úr mér mestu sorgina í gær. Er aðeins sáttari í dag ( ef svo má kalla því maður verður aldrei sáttur við svona ) og hef ákveðið að sjá fegurðina í stelpunni minni á meðan ég hef hana hérna. Ég er gjörsamlega búin á þvi eftir gærdaginn, mér er illt alstaðar í andlitinu þó sérstaklega í augunum. Það eins og ég sé með harðsperrur í þeim, öll bólgin og sæt. Eins gott að engin sjái mig núna. Nema Katlan mín, henni er alveg sama um hvernig ég lít út, bara að ég gefi henni að borða... lol. Nei nei, hún elskar mig eins og ég er. Litla stelpan mín sem er orðin gömul geit, grá og guggin. Við áttum margar góðar stundir saman ég og hún og ég ætla að sjá til þess að þær verða fleiri næstu tvær vikurnar......

4 comments:

Anonymous said...

Vildi að ég vissi hver kvartaði, myndi senda honum mynda af Kötlu og segja að vegna þess að hann/hún kvertaði þá þurfi þessi elska að deyja

Alda Lilja said...

I know.. er alvarlega að hugsa um að fara hringinn um húsið og segja "sjáðu hvað þú gerðir". Nú þarf hún að sofna út af slettuskapnum í ÞÉÉÉÉR.....

Alda Lilja said...

Með kötlu með mér, by the way... svo fólk sjái hversu yndisleg hún er...

Anonymous said...

já hún er alveg yndisleg!! eins og mammsan hennar!!! en eins og þú sagðir að þá skaltu njóta næstu daga og eiga góðar minningar,, ég veit alveg hvernig þér líður, hann Bangsi minn þurfti að fara sömu ferð og þá var ég búin að eiga hann í 12 ár... það var skrítið :( En það er pottþétt verkefni fyrir hana hinum megin og hún verður alltaf kyrr i hjarta þínu elskan mín!!! láttu þér liða vel, þú átt það skilið!