Hver dagur er erfiðari núna. Ég mun gera þetta strax núna eftir helgi. Hvorki ég og sérstaklega ekki Katla höfum það gott núna. Ég get ekki hætt að gráta og Katla mín er líka í uppnámi. Hún veit hvað er að gerast, hún finnur það á mér. Hún á betra skilið en að eyða síðustu dögunum með grátandi mér. Versta er að ég vil ekki gera þetta. Finnst það vera að rífa úr mér hjartað en veit það þetta er hið eina rétta. Katla mín er það mikilvægasta. Hún á skilið aðeins hið besta og í hundahimnaríki fær hún það allt. Hún mun samt alltaf vera í hjarta mínu nú og alltaf. Ég hugsa að ég muni ekki skrifa aftur fyrr en að allt er um yfirstaðið. Ég ætla að reyna að vera Kötlu minni góð þangað til.
Ykkur finnst kannski óviðeigandi að ég skuli tala svona á netinu um mín hjartans mál en ég verð að venta og þið sem þekkið Kötlu, hélt að ykkur langaði að vita um hana. Ef ég særi einhverja blygðunarkennd þá biðst ég afsökunar.
3 comments:
keep the faith
Æi ég finn svo til með þér elskan mín, þetta eru agalegar fréttir. Lífið er hart. Katla var yndislegust. Hugsa til þín elskan. Vonandi heyri ég í þér sem fyrst.
Mamma, Ásbjörn, Dísa, Jón Gauti, Jökull og Bjartey Líf sendum þér í huganum styrk.
Katlan okkar gleymist aldrei. Allavega ekki eyrun hennar.
knús Gengið þitt.
Post a Comment