06 October 2005

vkonudagur og Katlan mín....

Jahérna... ætlaði ekki að komast inn... netið eitthvað að bila... Alla vega þegar ég ætlaði að blogga í gær þá tókst mér ekki að komast inn...

enihú...

fór á vkonudag Debenhams í gær... þvílík og önnur eins örtröð, konur réðust hver fyrir aðra að ná í snyrtivörur, föt og hvaðeina sem hugurinn girntist... algerlega gleymt í hvaða tilgangi maður var að koma þarna... nokkuð gott sölutrix hjá Debenhams - hefur örugglega fengið sitthvað út ur þessu kvöldi. Var samt glöð að heyra að Vkonudagssamtökin fékk 1 millu fyrir sig... ekki veitir af að sinna þessu málefni... fannst bara pínu ógnvekjandi að sjá allar kvensurnar í búðaræði. Ég eyddi engu.. fekk að meira að segja gefins rauðann topp :D (gosdrykkinn sko, ekki blússu...)

Fékk annars ekki mjög góðar fréttir af stelpunni minni í gær, doksi finnur ekki út hvað er að henni. Basically á ég að njóta þess að vera með henni núna á meðan hún er ennþá svona hress því um leið og hún verður slappari þá getur verið að hún þurfi að sofna. Ég ekki sátt við það... en auðvitað tek ég þá ákvörðun, það kemur ekki til greina að hún Katla mín þjáist. Vona bara að hún hafi það gott sem lengst svo að ég hafi hana hjá mér.

Ótrúlegt hvað manni getur þótt vænt um dýrin sín. Hjartað mitt brestur við tilhugsunina um að hún gæti farið hvenær sem er... og hún er bara hundur. Ég náttúrulega lít á hana sem litlu stelpuna mín, og hún held ég líka... efast stórlega um að hún fatti að hún er ekki manneskja eins og ég ti hi hi..... En hún er yndisleg... enda besta stelpan í öllum heiminum :D:D:D Ætla að njóta hennar eins og ég get... Gaf henni bein um daginn og hún sýnir það öllum sem vilja sjá (og hinum líka sem vilja ekki sjá) voða montin, nýjasta nýtt er að drepa beinið með margs lags tiktúrum og helst ef að ég hendi því eitthvert.... beinið fer sko með út að pissa og allt.... nýjasti besti vinurinn.... :D:D:D

Hafið það sem allra best og megi kærleikur og birta umvefja ykkur í dag.

KNÚS OG KOSSAR

Alda Lilja

2 comments:

Karen Áslaug said...

Hæ hæ Alda Lilja, gott að geta fylgst með þér hér. Ég er líka með síðu www.karenaslaug.blogspot.com þú kannski vissir það ;) Þar er líka linkur inná myndir ef þú vilt skoða, sendu mér línu ef þig vantar lykilorðið. Allt gott að frétta héðan frá Strassborg. Leiðinlegt að heyra um Kötlu! Knús til ykkar beggja. Vona að allt gangi vel.

Anonymous said...

æji já hún er svo sæt. vona að þetta fari allt vel!!