24 October 2005
Jæja, ný vinnuvika að byrja með tilheyrandi látum. Helgin var ansi stutt hjá mér út af prófinu á laugardaginn, sem bæðevei var svínslegt og erfitt og jafnvel svínslega erfitt..... Ég var totally and utterly búin á því þegar prófinu lauk enda hafði átt frekar erfiða nótt fyrir það, mamma þú veist hvað ég á við tí hí hí... nei nei bara að stríða þér. Og núna eru framundan verkefnaskil, verklegir tímar, mikill lestur og annað próf og allt þetta fyrir miðvikudag!!! Eins gott fyrir mig að halda vel á spöðunum. Versta er að ég er ennþá pínu slöpp, líkaminn ekki ennþá búin að jafna sig eftir veikindin og ég þarf að hvíla mig alltaf reglulega.
Fór út að dansa á laugardagskvöldið. MIKIÐ af fólki í bænum út af Iceland Airwaves. Það var fínt nema hvað minns gat dansað stutt, held að ég hafi enst í 2 klst. Ég var vön að vera á útopnu í fleiri fleiri tíma. Náttúrulega ekki gott fyrir lungun að vera í reyk og rusli eftir síðustu vikur. Úff !! Var líka þreytt í gær og gerði ekki mikið. Hell, ég er ennþá þreytt en það er margt og mikið framundan þannig að ég verð að taka daginn snemma. Ætla líka að reyna að koma mér í poweryoga í kvöld ef ég verð ennþá standandi.
Oh well, Verð að fara að koma mér að verki. Langur og strangur dagur framundan...
Hún Katla mín horfir á mig bænaraugum um að fá að fara út að pissa og allir sem hafa hitt Kötlu vita að það er vonlaust að reyna að standast þessi augu. Mikið ósköp getur þessi stelpa verið aumingjaleg þegar hún vill ná einhverju fram... ti hi hi....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment