18 October 2005

SÚREFNI, YNDISLEGA SÚREFNI....

Ég get andað..... þvílíkur léttir að geta andað.... yndislegt að geta andað... Það kom í ljós að astminn var að valda mér erfiðleikum og ég er núna komin á sterapúst þannig að hóstinn hefur minnkað mikið... Ég er svooooooooooooooo glöð.. eins og ég hef áður sagt... Maður kann sko að meta hluti þegar maður áttar sig á að þeir eru ekki endilega sjálfgefnir... Nauðsynlegt að fá smá reality check öðru hvoru... hefði mátt vera aðeins styttra í þetta skiptið, er orðin þreytt á þessu gelti og líkaminn líka. Það er víst ansi erfitt fyrir líkamann að fá ekki að anda, ti hi hi... En nú er sko onward and upwards, ekkert elsku mamma neitt. þá er það hvítlaukshylki, sólhattur, c-vitamín, fjölvítamín, lýsi, flensusprauta og hvað annað sem ég get fundið fyrirbyggjandi.

óvör end át

1 comment:

Karen said...

Sounds like a plan!!