Heldur þú að ég hafi ekki sofið hjá tveimur labrador hundum í nótt? Í rúminu mínu sem er nú ekkert ýkja stórt. Annar þeirra, hundurinn hennar mömmu, virtist halda að það væri sjálfsögð réttindi hans að breiða veeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeel úr sér og lá hann með alla skanka úti nærri alla nóttina. Hún Katla mín var nú hæverskari og lá í kurli við hliðina á mér. Tveir stórir labrador hundar og ég í 120 cm rúmi, you do the math... það var sko heldur ekkert kalt að hafa tvo lifandi hitapoka í rúminu undir sænginni. Ég skil ekki hvernig þau gátu verið undir sænginni með feld og allt en ok. Þeim leið vel og það er fyrir öllu. Ég var hinsvegar aðeins í meiri kremju en fannst samt voða notó að hafa þau þarna hjá mér. Mamma lá uppi í sófa og hraut hástöfum í kór við hundana þannig að ég fékk nætursöng. Allt í góðu. Jæja þá er það að fara að læra fyrir prófið á morgun.
Leiter alligeiter
ps. helduru að ég hafi ekki fundið mynd sem er nauðalík Neró og Kötlu minni :D
21 October 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Umm en þú heppin :)
hehe.. skil það núna af hverju þú ert svona þreytt.. hehe.. líka skiljanlegt :D
Post a Comment