Hæ aftur og sorrý að ég hafi ekki bloggað í nokkra daga... letin mig lifandi að drepa... alla vega...
Við vinkonurnar hittumst heima til að taka okkur til fyrir djamm í gær, ég endaði með að mála þær... svaka fjör hjá mér... enduðum með að fara út rúmlega 2. Þegar inn var komið á staðinn blasti við mér argandi og gargandi smáskríll, kvaða af hámark átján ára skrímslum sem voru að drekka sig í hel með töffaraskap. Ekki var hægt að dansa, standa kyrr, tölta um án þess að fá olnboga í rifbein eða bjórslettu á sig, við skulum ekki einu sinni minnast á að mér fannst ég eiga það hættu að vera kýld af engu tilefni.... var eitthvað í vatninu, loftinu eða bjórnum í gær.... ??? Ég sver það... endaði með að fara virkilega pirruð heim um 4. Á þessum tveimur tímum fann ég hvernig ég eldist um möööööööööööööööööööööörg ár.... rassinn seig niður að hnésbótum, brjóstin að mjöðmum, gráu hárin spruttu, hrukkunum fjölgaði ooooooooooooooooooooog dýpkuðu................. úfff... ég er að verða gömul nöldrandi kerling.......... Ekki að nenna að eyða tíma mínum í svona rugl.. Þegar ég fer út vil ég skemmmmmmmmmmmmmmmmta mér, dansa og njóta þess að fá útrás við skemmtilega tónlist... ekki að berjast um tilverurétt minn inni á staðnum....
I'm getting oooooooooooooooooooooooooooold.....
:(
09 October 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
iss þú ert ekkert að verða gömul.. en já hmm maður vill eiga sitt space á gólfinu sko!!
Jamm ömurlegt af fara út á lífið og hitta alla gríslingana sem maður passaði í gamla daga :(
Post a Comment