07 May 2006

Ótrúlegar Hetjur ...

Ég verð að deila þessu með ykkur.

Ég hef fylgst með skrifum þessarar ungu móður núna í nokkrar vikur. Á hverjum degi lít ég inn og fylgist með hvað er að gerast í lífi hennar, mannsins hennar og mjög veikri eins árs dóttur þeirra. Það er ótrúlegt hvað sumir hafa styrk til að þola. Ég tek ofan fyrir þessari litlu fjölskyldu, þetta eru sannar hetjur sem hafa snert svo marga með hugrekki sínu. Þar að auki er Bebba (mamman) fantagóður penni, ég hef hlegið og grátið, stundum bæði í einu. Heimurinn þarf fleira fólk eins og þessar hetjur. Þau hafa fengið mig til að líta í eigin barm og fyllast auðmýkt og þakklæti yfir það sem ég hef fengið í lífinu. Þessi stelpa er nýorðin 22 ára en einstaklega þroskuð. Styrkur hennar, bjartsýnisraunsæi, kímni, sorg og gleði kemur svo vel í gegnum skrifin hennar að mér finnst ég þekkja þau öll, Bebbu mömmuna, Hjörleif, pabbann og Bryndísi Evu, yndislegu litlu prinsessuna. Þau hafa snert streng í hjarta mínu. Vona ég innilega að allir góðir vættir passi þau og óska þeim alls hins besta, kveiki á kerti fyrir þau og sendi þeim kærleiksstrauma.

Lítið á skrif hennar Bebbu, saga þeirra mun ekki láta neinn ósnortinn. Þau eiga skilið allt hið besta í geiminum.


Hetjusaga Bebbu, Hjörleifs og yndislegu Bryndísar Evu

2 comments:

Anonymous said...

Er þetta ekki hjónakornin sem var verið að tala við í Kompás á sunnudaginn?? Ég alveg dáðist að þeim með tárin í augunum að styrk þeirra og hugrekki.

kv Dóa

Anonymous said...

Takk Alda Lilja að setja Bebbu á síðuna þína.
og brandararnir eru alveg frábærir Nothing hill sex hahahahahíhí
Hafðu það alltaf sem best elsku dúllan mín.